Fréttir

Dagleg drusluganga í þingsalnum

By Miðjan

January 21, 2021

„Þrátt fyrir skemmtilegar og hnyttnar ræður þingmanna er ekki alltaf auðvelt fyrir forseta þingsins að halda einbeitingu og vöku sinni. Því þurfa þeir stundum að leita á náðir lyfja. Sumir hella í sig kaffi áður en farið er í stólinn en aðrir nikótíni og svo eru þeir sem láta bara nægja Opal eða brjóstsykur.

Einhverjir kunna að hneykslast á því að ódámurinn sem þetta ritar skyldi troða upp í sig níkótínpúða í stólnum í stað Opals. Biðst ég nú velvirðingar á því, enda ekki til eftirbreytni, þótt mér finnist það smámál miðað við þessa daglegu druslugöngu í þingsalnum. Ég sé mjög eftir þessu og vona að þjóðin fyrirgefi mér. Vona að þetta komi mér ekki um koll í uppstillingu flokksins fyrir næstu kosningar,“ skrifar einn af varaforsetum Alþingis, Brynjar Níelsson.