- Advertisement -

Dæmdur án þess að vita af því

Dómskjölin voru nánast öll á dönsku, óþýdd þótt þingmálið sé íslenska.

Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson skrifar merka frétt á Facebook:

„Í dag fer fram málflutningur í máli þar sem maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi án þess að vita um það. Hann vissi ekki um ákæruna, hann vissi ekki um réttarhöldin og var svo að lokum dæmdur af aðstoðarmanni dómara í sex mánaða fangelsi að sér fjarstöddum. Dómskjölin voru nánast öll á dönsku, óþýdd þótt þingmálið sé íslenska. Maðurinn vissi ekki um dóminn fyrr en hann las um málið á vísi.is. Dómurinn í sakamálinu var í raun án nokkurs rökstuðnings. Endurupptökunefnd hafnaði endurupptöku málsins og nú er krafist ógildingar á þeirri ákvörðun. Framkvæmd birtingar ákæru og dóms var með takmarkalausu fúski. Ríkislögmaður krefst sýknu af ógildingarkröfunni. Svona er stundum Ísland í dag.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: