Dæmdir til að borga yfirvinnuna
Hæstiréttur hefur dæmt fyrirtækið Ferðaþjónustu og sumarhús ehf. til að borga tveimur ungverskum starfsmönnum um fjórar milljónir í ógreidd laun, nokkuð sem fyrirtækið reyndi að komast undan að gera.
Hæstiréttur hefur dæmt fyrirtækið Ferðaþjónustu og sumarhús ehf. á Kirkjubæjarklaustri til að borga tveimur starfsmönnum um tvær milljónir í yfirvinnu sem fyrirtækið hafði neitað að gera.
Starfsmennirnir höfðu skráð yfirvinnuna en fyrirtækið ekki og höfnuðu forsvarsmenn þess útreikningum Ungverjanna.
Á vef Alþýðusambands Íslands segir: Fyrirtækið hélt því fram að skráningin væri röng og vinnuframlag starfsmannanna samkvæmt henni ósannað. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að tímaskráningar starfsmanna væru handskráðar samtímaheimildir. Hefði fyrirtækið ekki lagt fram neina aðra tímaskráningu en því hefði verið í lófa lagið að tryggja sér sönnun um vinnuframlag starfsmanna með því að skrá vinnu starfsmanna með stimpilklukku eða yfirfara tímaskráningu þeirra jafnóðum. Yrði því að leggja tímaskráningu starfsmanna til grundvallar við úrlausn málsins enda ekki við annað að styðjast og ekkert fram komið sem rýrði trúverðugleika þeirrar skráningar. Var Ferðaþjónusta og sumarhús ehf. því gert að greiða starfsmönnunum umkrafða fjárhæð.