- Advertisement -

Dæmd fyrir að segja satt

Þið blinda; sjálfhverfa og meðvirka fólk. Þið fenguð kjörið tækifæri til þess að sýna að þið eruð traustsins verð en klúðruðuð því margfalt.

Björn Leví skrifar:

Það er svo margt í þessu galið. Til dæmis:

„Ómögulegt er einnig að setja þingmenn í þá stöðu að þurfa að kveða upp úr um „sekt“ eða „sakleysi“ kollega sinna. Í því er einnig falinn nokkur freistnivandi eins og þegar hefur komið fram. Brýnt er því að taka núverandi fyrirkomulag til endurskoðunar auk þess sem bæta þarf fyrirliggjandi reglur,“ segir í bókun Þorsteins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Björn Leví:
„Svo í tilmælum um að sannleikurinn skiptir ekki máli, að halda ekki samkvæmni á milli sendiboða og að lokum að taka ekki sönsum á lokametrunum þrátt fyrir öll rök og gögn málsins.“

Segir Þorsteinn og dæmir mig sekan … þrátt fyrir að það sé ómögulegt að setja þingmenn í stöðu dómara.

Forsætisnefnd fann svo ekkert að akstursgreiðslum Ásmundar þrátt fyrir játningu hans um mögulegt brot og endurgreiðslur vegna þeirra. Enda má ekki komast að sannleiksgildi þess hvort þingmenn svindla á endurgreiðslukerfinu eða ekki en á sama tíma er hægt að dæma fólk fyrir ummæli sem eru bersýnilega sönn – þar sem þau vitna í játningu um mögulegt brot – og að það sé brot á siðareglum að segja að það þurfi að rannsaka hvort um raunverulegt brot sé að ræða.

En nei, það er ekki rannsakað frekar. Endurgreiðsla kom eftir að mögulegt brot uppgötvaðist og þar af leiðandi þarf ekkert að gera. Mér þætti áhugavert hvort búðarþjófar komast upp með að borga bara eða skila vörunni ef þeim tekst ekki að komast upp með stuldinn, hvort slíkur stuldur sé alls ekki brot ef vörunni er bara skilað þegar viðkomandi er gripinn glóðvolgur.

Nei, það er ekki látið á það reyna. Það er bara afskrifað sem afgreitt og þar af leiðandi enginn grunur lengur. Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna. Ekki fyrir sendiboðann sem bendir á nakta keisarann. Það er að segja bara fyrir strákinn sem benti, ekki stelpuna.

Njótið meðan endist, kæra elíta. Þið blinda; sjálfhverfa og meðvirka fólk. Þið fenguð kjörið tækifæri til þess að sýna að þið eruð traustsins verð en klúðruðuð því margfalt. Til að byrja með í rannsókninni. Svo í tilmælum um að sannleikurinn skiptir ekki máli, að halda ekki samkvæmni á milli sendiboða og að lokum að taka ekki sönsum á lokametrunum þrátt fyrir öll rök og gögn málsins.

Hvað er satt í þessu máli? Alvöru sannleikur? Það getur vel verið að sitt sýnist hverjum en eitt ættu allir að geta séð, að vera dæmdur fyrir að segja satt getur ekki verið góð málsmeðferð. Hvort Sunna sagði satt skipti ekki máli. Það skipti meira máli að dæma hana og skamma. Hvað gerist næst þegar hún segir „rökstuddur grunur“ … Hvort sem það er satt eða ekki? Ég veit að það gerist ekkert ef ég segi það, miðað við þessa niðurstöðu. Ég meira að segja endurtók það sem Sunna sagði en ekkert gerðist.

Hugsið um það kæru lesendur. Hvað þýðir þetta í raun og veru, út fyrir alla pólitík eða skoðanir ykkar á Pírötum eða Sunnu?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: