- Advertisement -

Dæmalaust góðæri í sjávarútvegi

75 milljarða fjárfesting síðustu þrjú ár. Aldrei áður hefur verið fjárfest ámóta mikið. Svipuð fjárfesting og samanlögð fjárfesting síðustu 13 ár þar á undan.

„Mikill fjárfestingarkúfur gengur nú yfir í íslenskum sjávarútvegi og er nýfjárfesting í fiskiskipum áberandi mikil,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Þar segi einnig að fjárfesting í sjávarútvegi hafi numið 36,9 milljörðum í fyrra borið saman við 23,1 milljarða árið 2016 og nam aukningin því 13,9 milljörðum, eða 60 prósentum. Tölur Hagstofunnar um fjárfestingu ná allt aftur til ársins 1990 og hefur fjárfesting í sjávarútvegi ekki áður mælst svo mikil. Fyrra met var árið 1997 þegar fjárfesting nam 28,9 milljörðum.

Fjárfesting í sjávarútvegi skiptist í tölum Hagstofunnar í annars vegar fiskveiðar og hins vegar fiskvinnslu,“ segir í Hagsjánni. „Fjárfestingar í fiskveiðum voru töluvert meiri en fjárfestingar í fiskvinnslu í fyrra. Þannig nam fjárfesting í fiskveiðum 25,1 ma. kr. en fjárfesting í vinnslu nam 11,9 milljörðum. Fjárfesting í fiskveiðum hefur ekki áður mælst jafn mikil eins og á síðasta ári en fyrra metár var árið 2015 þegar fjárfestingin nam 16,5 milljörðum. Sögulega séð var einnig töluvert mikil fjárfesting árið 2016 þegar hún nam 12,7 milljarða króna. Samanlögð fjárfesting í fiskveiðum nemur því 54,3 milljörðum á síðustu þremur árum. Það er svipuð fjárfesting og samanlögð fjárfesting síðustu 13 ár þar á undan. Samanlögð fjárfesting í fiskvinnslu á síðustu þremur árum nemur 32,2 milljörðum. Sögulega séð er hægt að tala um fjárfestingarkúf að þessu leyti en leita þarf aftur til áranna 1997-1998 til að finna meiri fjárfestingu á svo stuttum tíma.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: