Það var varað við Landeyjarhöfn.
Alfa Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skorar á félaga sinn, Björn Leví Gunnarsson að halda áfram með Landeyjarhafnarmálið.
„Í svari við fyrirspurn hans um kostnað við dýpkun kom fram að dýpkunarkostnaður var frá árinu 2010 að meðaltali vel yfir eina milljón á dag, 365 daga ársins. Nú er auðvitað alls ekki dýpkað alla daga. Eitt skip plús tveir starfsmenn alla daga ársins nær ekki milljón á dag. Það er einhver að maka krókinn. Hver er það? Það hefði verið ódýrara fyrir skattborgara að vera með loftbrú til Reykjavíkur alla daga ársins, farþegum að kostnaðarlausu þetta tímabil.“
Alfa spyr: „Þarf ekki einhver hjá Vegagerðinni eða ráðuneytinu að axla ábyrgð á þessari framkvæmd og þessum yfirgengilega rekstrarkostnaði -svo ekki sé nú minnst á Herjólfshneykslið. Það var varað við Landeyjarhöfn áður en framkvæmdin hófst. Af hverju var ekki hlustað? Þetta er hneyksli frá a-ö og einhver þarf að bera ábyrgð.“