Daði Már þá og Daði Már nú
Brynjar Níelsson rifjar upp það sem Daði Már Kristófersson, nú varaformaður Viðreisnar, sagði árið 2010:
„Aflamarkskerfið hefur skapað mikil verðmæti gegnum hagræðingu og verðmætari afurðir. Stærstur hluti hlutdeildarinnar í heildaraflamarki, varanlegu veiðiheimildanna, hefur skipt um eigendur síðan kerfinu var komið á. Sá umframhagnaður sem aflamarkskerfið skapaði hefur því þegar verið fjarlægður að mestu úr fyrirtækjunum með sölu aflaheimildanna. Nýir eigendur aflaheimilda hagnast ekki meira en eðlilegt er miðað við áhættuna í rekstri útgerðarfyrirtækja. Þetta takmarkar mjög tækifæri ríkisins til að auka gjaldtöku á útgerðinni án þess að það feli í sér eignaupptöku og hafi veruleg neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði hennar. Fyrning aflaheimilda felur í sér mjög mikil neikvæð áhrif bæði á efnahag og rekstur útgerðarfyrirtækja. Það sem að óathuguðu máli gæti litið út fyrir að vera óveruleg fyrning hefur í raun afar mikil neikvæð áhrif, enda er verið að svipta útgerðarfyrirtækin lykileignum með varanlegum hætti. Niðurstöður þessarar greinargerðar benda til þess að línuleg fyrning umfram 0,5% á ári mundi þurrka út hagnað útgerðarinnar. Fyrning umfram það er líkleg til þess að valda viðvarandi taprekstri. Slík lág fyrning mun einnig draga verulega úr eigin fé útgerðarfyrirtækjanna. Samkvæmt þessari greiningu mundi um 1% línuleg fyrning á ári eyða að fullu eigin fé útgerðarinnar.“
Þetta passar ekki við eitt helsta stefnumál Viðreisnar.
Hér er mynd af stefnu Viðreisnar: