- Advertisement -

Daði Már fjármálaráðherra var á móti strandveiðum – er hann það enn?

Eftirfarandi frétt er fengin úr Mogganum:

„Daði Már Kristó­fers­son, pró­fess­or í hag­fræði og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, skrifaði ásamt fjór­um öðrum hag­fræðing­um grein þar sem strand­veiðar voru born­ar sam­an við veiðar und­ir afla­marks­kerfi eins og því sem notað er til að stjórna öðrum veiðum hér við land. Grein­in var birt árið 2021 í rit­inu Reg­i­onal Studies in Mar­ine Science og þar seg­ir að Ísland hafi árið 2009 tekið upp strand­veiðar fyr­ir litla báta þar sem all­ir hafi op­inn aðgang.

Í grein­inni seg­ir að niðurstaða rann­sókn­ar höf­unda sé eins og við mætti bú­ast, að strand­veiðarn­ar séu að meðaltali óarðbær­ar. Þar seg­ir einnig að „strand­veiðarn­ar séu ekki efna­hags­lega skyn­sam­leg­ar vegna þess að það væri mun ódýr­ara að veiða fisk­inn með skip­um sem þegar eru inn­an afla­marks­kerf­is­ins.“ Fisk­veiðar í því kerfi séu hag­kvæm­ar. Þar að auki sé megnið af afl­an­um í strand­veiðunum þorsk­ur, sem sé enn hag­kvæm­ari í afla­marks­kerf­inu en flest­ar aðrar teg­und­ir. „Strand­veiðar eru þess vegna efna­hags­leg sóun,“ seg­ir í grein­inni. Þar seg­ir enn­frem­ur að þó að óljóst sé og kalli á frek­ari rann­sókn hversu mik­il sóun­in sé, þá sé hún um­tals­verð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ný rík­is­stjórn hef­ur á stefnu­skrá sinni að fjölga veiðidög­um í strand­veiðikerf­inu og hyggst tryggja 48 daga til strand­veiða á ári, sem er veru­leg aukn­ing frá því sem verið hef­ur.“

Ekki kemur fram hvort hagfræðingahópurinn hafi tekið mið af hversu mikil og jákvæð áhrif strandveiðar hafa í þeim byggðarlögum sem afla krókabátanna er landað.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: