Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður og tvívegis fullt´rúi Íslands í Euroviosn, segir kominn tíma á breytingar á söngvakeppninni. Hann vill hætta að leyfa að bakraddir atriða séu taknar upp og spilaðar síðan með lögunum í Eurovision.
Þessar breytingar voru leyfðar í fyrsta sinn í fyrra og virðist Daði Freyr ekki hrifinn af breytingunni. „Þetta er bara ekki eins áhugavert. Ég vil vita að allar raddir séu í beinni, en kannski er það bara ég,“ segir hann.
Ástæðan fyrir breytingunum í fyrra var Covid-19 heimsfaraldurinn. Markmiðið var að gera löndum auðveldara fyrir og spara þeim pening.