Hin íslensku „fyrirmenni“ hafa rofið varnarmúrinn. Dómgreindarleysi eins ráðherra er eitt. Afstaða allra hinna er annað og verra. Dómgreindarleysið er hreint ótrúlegt. Aldrei spurði ráðherrann sjálfan sig hvort hún væri að breyta rangt. Eina eftirsjá Þórdísar Kolbrúnar er ein myndataka. Ekki að hafa rofið varnarmúr þjóðarinnar. Allt fyrra starf í sóttvörnum er fyrir bí.
Þórdís Kolbrún er eitt. Hitt er alvarlegra að félagar hennar í stjórnarráðinu, í Borgartúni 35 og hvar sem þá er að finna ýmist verja hana eða hópast nú saman til að gera lítið úr þeim aðgerðum sem var ráðist var í. Segja þær allt of öfgafullar. Allt til að beina sjónum okkur hinna eitthvað annað. Smjörklípa.
Það hefur verið hoggið skarð í varnarmúrinn. „Fyrirmenni“ fannst, og þykir eflaust enn, sér leyfast allt annað og meira en okkur hinum. Það varð siðrof í samfélaginu þegar ráðherrann og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fór á djammið. Ekki vegna þess að það var tekin mynd, eins og ráðherrann ályktar.
Þórólfur gerði sjálfsmark. Hans fyrstu mistök. Fórnaði samstöðu þjóðarinnar vonlausum ráðherra til bjargar. Hún tekur í fálkaorðan.