- Advertisement -

Covidsmitum fjölgar mjög í Evrópu / mest á Spáni og í Frakklandi

Danir voru orðnir svo ánægðir að þeir hættu að telja um helgar.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Margt bendir til þess að mörg Evrópulönd séu komin í mikinn vanda vegna nýrra Covid-19 smita. Síðustu fjórir dagar (að meðtöldum deginum í dag) eru þeir sem raða sér í fjögur efstu sætin yfir flest staðfest, dagleg smit. Í fimmta sæti er 10. apríl (!) og síðustu tveir föstudagar koma í sætunum þar á eftir. 10. apríl greindust rétt rúmlega 36.000 manns með smit, en í gær, 5 mánuðum síðar, greindust yfir 45.000 manns. Það gerir 25% hækkun á hæsta gildi bara í þessari viku, en fram það því var hæsta gildið frá því apríl!

Uppgangur pestarinnar er víða mikill innan Evrópu, en hvergi þó eins mikill og á Spáni og í Frakklandi, þ.e. í fjölda nýrra smita, og líka þó miðað sé við höfðatölu. Lítur helst út sem fólk sé orðið svo þreytt á sóttvarnarráðstöfunum, að það sé búið að kasta allri varúð fyrir róðann. En það þarf fleiri lönd með há gildi en bara þessi tvö til að ná 45.000 staðfestum smitum á einum degi. Meira um það neðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Frakkar fóru niður í 81 smit og Spánverjar 111, en bæði eru núna í kringum 10.000 dagleg smit.

Á heimsvísu, þá styttist í að Indland verði fyrsta landið til að greina yfir 100.000 ný smit á einum degi. Vegna fjölgunar greindra smita á þar, þá virðist ástandið í Asíu vera slæmt, en staðreyndin er að um og yfir 80% allra greindra smita í Asíu eiga sér stað á Indlandi.  Næst á eftir Indlandi koma Írak, Ísrael og Indónesía með yfir 92.000 færri smit hvert og eitt. (Greinilega ekki gott að fyrsti stafur lands í Asíu sé I miðað við enskan rithátt, því löndin 5 (Íran er það fimmta) sem það á við, eru öll meðal þeirra 10 með hæstan heildarfjölda staðfestra smita og í hópi sex landa með flest staðfest smit í gær!). Meðan Ísrael er að koma mjög illa út úr annarri bylgjunni (hafa farið úr 5 staðfestum smitum á dag í yfir 4.400, þá er Indónesía að því virðist enn í fyrstu bylgjunni með reglubundinn vöxt frá einni viku til annarrar. Þar á fyrsta bylgjan eftir að toppa þrátt fyrir að hafa verið í gangi í yfir 6 mánuði. Það á líka við um mörg lönd S. Ameríku.

Svo kölluð önnur bylgja er orðin mjög skæð víða. Þegar hún byrjaði um miðjan júlí voru t.d. 20 lönd laus við veiruna, en núna eru þau 7. Ég var búinn að nefna þróunina í Ísrael og er það líklega öfgakenndasta dæmið. Frakkar fóru niður í 81 smit og Spánverjar 111, en bæði eru núna í kringum 10.000 dagleg smit. Danir voru orðnir svo ánægðir að þeir hættu að telja um helgar.

Nú er búið að ákveða að halda fyrirkomulagi við landamærin óbreytt til a.m.k. 6. október. Ákall hefur verið um það hjá ferðaþjónustunni að gera fólki auðveldara að ferðast til Íslands. Ef miða á við 14 daga nýgengni upp á innan við 20 fyrir hverja 100.000 íbúa í landi, þá eru bara 7 lönd/svæði í Evrópu sem uppfylla það skilyrði: Ermasundseyjarnar, Finnland, Færeyjar, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen og Serbía. Fyrir mánuði voru þau 17 og fyrir tveimur mánuðum 32. Þó svo að ég telji að almennir ferðamenn, þ.e. þeir sem ekki eru búsettir í landi eða ætla að vera þar í margar vikur, sýni varúð og séu ekki að ferðast nema vera sæmilega vissir um að vera ekki smitaðir, þá tel ég rétt að hinkra við að slaka á reglum við landamærin. Fjölgun smita sé einfaldlega of mikill þessar vikurnar.

Greinin birtist á Fasbókarsíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: