Covid: Þjóðin er að springa limminu
„Það er jafnframt töluverð hætta á að ef of langt er gengið, þá hætti sumir að fara eftir reglum,“ segir í grein sem Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, skrifar í Moggann í dag.
Það er nokkuð til í þessu. Frægust er sprunga Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Framferði hennar rauf samstöðuna. Eftir það hafa fleiri en nokkru sinni stigið fram og gagnrýnt hvernig staðið er að málum. Yfirvöld hafa misst tiltrú fólks.
Vel má vera rétt að aðgerðirnar séu nauðsynlegar. Jafnvel lífsnauðsynlegar. Stór hluti fólks hlustar ekki lengur. Finnst sem of langt sé gengið og þá fer sem fer. Fólk, jafnvel ráðherrar, fara ekki lengur eftir settum reglum.
Það var stór ákvörðun að nánast kæfa ferðaþjónustuna. Skaðinn af því er ekki bara fjárhagslegur. Hann skapar jafnvel örvinglan meðal fólks og heilsubrest. Auðvitað var úr vöndu að ráða. Allt væri þetta þó léttara og betra hefði samstaða þjóðarinnar ekki verið rofin.
Þjóðin er að springa á limminu. Nánast ekkert menningarlíf og furðu reglur gilda um íþróttir. Fólki er meinað að fara á völlinn en það má hópast á næstu krá og horfa þar saman á fótboltaleiki. Þetta og svo margt annað gengur ekki upp í huga fólks.
Mestu munar þó um framferði ferðamálaráðherrans. Það skipti sköpum í því að þjóðin er að springa á limminu.
-sme