Það eru enda fá mannslíf að veði – t.d. hafa jafnmargir látist af sjálfsvígum á árinu.
Haukur Arnþórsson skrifar:
Þetta er í fyrsta skipti síðan í febrúar í vetur að RÚV leyfir gagnrýnu sjónarmiði á hindranir Vesturlanda gagnvart veirunni að heyrast. Sænska leiðin hefur verið töluð niður – sem er eina leiðin til að hindra mannréttindabrot (ferðafrelsi, tjáningarfrelsi, samkomufrelsi og lögregluríki) og langvarandi kreppu. Þöggunin og höfnun málfrelsis með opinni umræðu um viðbrögðin hefur verið algjör – og RÚV farið fremst.
Staðreynd málsins er sú að vestrænt auðvald vantaði kreppu til að fækka í atvinnurekstri og koma eigum á færri hendur og vísindin vantaði faraldur til að leika sér að og auka þekkingu sína (og Kára vantaði heimsfrægð).
Skinhelgin er svo sú að láta sem verið sé að hugsa um mannslíf. Það eru enda fá mannslíf að veði – t.d. hafa jafnmargir látist af sjálfsvígum á árinu og af Kóvid – og læknavísindunum og auðvaldinu er sama. Þá er ég ekki farinn að tala um aðrar hörmungar ss. alkóhólisma, reykingar, umferðarslys, heimilisofbeldi o.s.frv. sem drepa í annarri stærðargráðu.