Covid: Ísland er á góðum stað
Hallgrímur Óskarsson skrifaði:
Græn kúrfa, COVID að sigrast. Rauðar kúrfur: Lönd ekki búin að ná tökum á faraldri og óvíst hvernig næstu mánuðir þróast. Gott hvað Ísland er á góðum stað. Það mætti koma ferðaþjónustu aftur af stað með því að heimila í skrefum ferðir á milli landa sem hafa náð tökum á sýkingum, ásamt Íslandi væru það lönd eins og: Ástralía, Austurríki, Kína, Króatía, Malta, Eistland, Grikkland, Luxemborg, Noregur, Nýja-Sjáland, Slóvakía, Slóvenía, Taiwan, Thaíland og Víetnam. Ath. að ekki eru öll Norðurlönd á sama stað og því óráðlegt að opna á þau öll í einu, eins og rætt er; það eru eiginlega bara Ísland og Noregur sem eru komin á góðan stað, Danmörk á aðeins eftir, líkt og Finnland, en Svíþjóð á lengst í land. Listi yfir stöðuna nú í öllum löndum: www.endcoronavirus.org/countries