Lokanir og sóttvarnaraðgerðir í kórónuveirufaldrinum virðast hafa leitt af sér sprengju í barnsfæðingum hér á landi. Að minnsta kosti ef marka má talnaefni Landspítalans og umfjöllun mbl.is.
Á tímabilinu janúar til maí í ár fæddust á sjúkrahúsinu alls 1.310 börn, borið saman við 1.418 börn á þessum sömu mánuðum á síðasta ári, 2021.
Aukningin á fæðingum á spítalanum milli áranna 2020 og 2021 nam 5.5 prósentum þar sem mun fleiri börn fæddust síðara árið. Flest þeirra komu í heiminn í júlímánuði, níu mánuðum eftir afar harðar sóttvarnaraðgerðir í október 2020 en þá máttu aðeins 10 manns koma saman og allt íþróttastarf og sviðslistir lágu niðri.
Frjósemi landans virðist hafa verið með mesta móti í heimsfaraldri Covid-19 en heldur virðist hafa dregið úr henni þegar á veirutímann leið. Með öðrum orðum; lokanirnar leiddu af sér barnsfæðingar níu mánuðum síðar.