- Advertisement -

Costco utan við verðbólgumælingar

Þegar verðþróun er metin er ekki stuðst við verðið í Costco. Ávinningurinn af komu Costco, hvað varðar breytingar á vísitölu neysluverðs, mælir því aðeins áhrifin sem verða vegna viðbragða annarra verslanna.

Greiningardeild Arionbanka skrifar: „Innlendar vörur, sérstaklega matarkarfan (-0,16% áhrif á VNV), lækkuðu milli mánaða og var lækkunin umfram okkar væntingar. Líklega eru m.a. óbein áhrif af komu Costco á ferðinni en verðlækkanirnar gætu í raun verið meiri ef tekið væri tillit til beinna áhrifa Costco í verðmælingum.“

Af þessu að marka er ljóst að verðbólgan væri lægri, minna af peningum yrðu færðir frá skuldurum til lánara, ef verðið í Costco yrði með í útreikningunum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: