- Advertisement -

Costco, skellurinn og hvað svo?

Fréttablaðið skrifar um skellinn af komu Costco til Íslands. Þar er á bæ er gert ráð fyrir að höggið vegna Costco hafi verið mest í júnímánuði, en vissa er um að áhrifin, eða skellurinn svo orðfæri Fréttablaðsins, sé notað jafni sig í nánustu framtíð.

Í skrifum Fréttablaðsins er einungis rætt við kaupmenn sem játa sig sigraða, þ.e. í júní en þeir virðast hafa tröllatrú á að neytendur leiti aftur í hærra verð. Sjáum hvað setur.

Einn forstjóranna hafði áður sagst vera viss um að Costcoæðið gengi yfir. Nýjabrumið væri í hámarki og það væri líka bara soldið sætt. Hann minnti á hundruðu metra langa röð eftir kleinuhringjum og eftir að röðin tæmdist hafa víst fáir sést kaupa kleinuhringi.

En þetta er ekki svona. Þetta er alvörumál. Okkur vantar svo sem ekkert að heyra hvað kaupmenn segja um eigin líðan. Það eina sem þeir geta gert er að berjast við Costco, ef ekki eiga þeir enga möguleika.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Neytendur hafa sýnt hug sinn. Það sem vantar einna helst er að þeir kaupmenn sem hér hafa ráðið ríkjum hér lengi og jafnvel í áratugi skýri með sannfærandi hætti hvers vegna verðlag hér er svo hátt.

Verðlagið í verslunum og bensínstöðvum hefur áhrif á verðbólguna, verðtrygginguna, lánin okkar og alla afkomu. Alla daga, alltaf. Okur skaðar allt og endalaust.

Fyrirsögnin í Fréttablaðinu. Gert er ráð fyrir að neytendur snúi aftur til þeirra verslana sem fyrir voru á markaðnum.

Reykjavík er áttunda dýrasta borg í heiminum. Þetta er óþolandi. Costco ýtti mikilli neytendavakningu úr vör og hún verður að eflast enn frekar. Neytendasamtökin eru í tilvistarkreppu og verða að bjarga sér núna, eða ekki. Það er brýn þörf fyrir samtökin.

Hvað sem hver segir, þá er augljóst að allur almenningur metur komu Costco ekki sem skell, frekar sem mikilvægan áfanga á leið okkar að lífskjörum og viðhorfum annarra landa.

Costcco, takk fyrir að hafa komið til Íslands.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: