Costco er nánast 50 prósentum ódýrari í verði á bíldekkjum, það er með ásetningu, en N1 sem er eina fyrirtækið hér á landi sem selur samskonar dekk og Costco. Þetta kemur fram á vefsíðu FÍB.
FÍB segir að verð á dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu. Í því sambandi má nefna að gangurinn með umfelgun og jafnvægistillingu á 15 tommu dekkjum, 195/65, undir fólksbíl kostar 46.396 krónur hjá Costco en hjá N1 68.768 krónur. Félagsmenn í FÍB njóta afsláttarkjara hjá N1 og þá er verðmunurinn heldur minni.