- Advertisement -

Coca Cola á að kosta 25 þúsund kall

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Í grunninn höfum við kannski tvo kosti. Annars vegar að neyða Coca Cola og önnur stórfyrirtæki til að verðleggja vöru sína rétt með því að skattleggja þau fyrir kostnaði sem umhverfið og samfélagið ber af framleiðslu, dreifingu, sölu og neyslu hennar og banna það sem er óréttlætanlegt með öllu. Ef kók í plastbelgjum fellur undir það fyrra ætti tveggja lítra flaska líklega að kosta 25 þús. kr. eða svo. Hinn kosturinn er að við breytum neysluvenjum sjö milljarða jarðarbúa og fáum þá til að flokka flöskurnar frá Coca Cola og hirða þær upp í náttúrunni þegar fólk fer út að skokka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auðvitað gætum við búið til blöndu af þessum aðgerðum; lagt 95% áherslu á fyrirtækin sem bera ábyrgðina og 5% áherslu á almenning sem verður fyrir menguninni. Í dag búum við innan alræðis auðvaldsins og áherslan er 0% á ábyrgð fyrirtækja en 100% á ábyrgð neytenda. Það eru ekki bara fyrirtækin sem stilla þessu svona upp heldur fjölmiðlar, fræðimenn og baráttufólk fyrir bættum heimi.

Það er engin leið að okkur takist að bjarga heiminum innan alræðis auðvaldsins. Það er frumforsenda þess að okkur takist að bjarga heiminum, eða öllu heldur okkur og afkomendum okkar, að við tökum völdin af eigendum fyrirtækja og fjármagns. Auðvaldið er siðlaust, blint, fullkomlega heimskt og stjórnlaust grimmt. Það getur aldrei orðið samverkamaður okkur til nokkurra góðra hluta.

Vandamálið er ekki plastið heldur hvernig kapítalisminn notar það. Ef við leysum vandann við kapítalismans þá leysist vandinn við plastið. Vandinn er að hin ríku komast upp með að sóa sameiginlegum gæðum á okkar kostnað, misnota auðlindir jarðar og þröngva upp á okkur mengun vegna þess að þau græða á því.

..ef hver burðarpoki er 5,5 grömm þá ber Coca Cola ábyrgð á plastmengun sem er ígildi um 545 milljarða burðarpoka árlega, sem jafngildir einum burðarpoka á dag fyrir hvert 5 manna heimili á jörðinni. Og Coca Cola er bara eitt fyrirtæki, stórt að vísu; með næstum 50% markaðshlutdeild í gosdrykkjum á heimsvísu. En hin fyrirtækin menga annað eins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: