Mannlíf

Camilla Rut tilkynnir skilnað við eiginmanninn: „Þessi yndislegi maður ætlar að skila mér“

By Ritstjórn

May 23, 2022

Camilla Rut Rúnarsdóttir, einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, tilkynnti rétt í þessu að hún og eiginmaðurinn, Rafn Hlíðkvist Björginsson, standi í hjónaskilnaði. Hún kom fylgjendum sínum á óvart með persónulegri tilkynningu á Instagram.

Parið hefur verið saman í 13 ár og eiga þau tvö börn saman. Segir Camilla Rut að þau hafi byrjað saman sem bestu vinir og hætti saman sem bestu vinir.

„Það er semsagt komið að því að þessi yndislegi maður, barnsfaðir minn og besti vinur, ætlar að skila mér. Við erum að setja hamingju okkar og barnanna okkar í forgang og okkur þykir þetta vera það skynsamlegasta í stöðunni,“ “ segir Camilla Rut og bætir við:

„ Það eina sem við biðjum um er mildi. Búið ykkur undir single-mom content.“

Heimild: DV.