- Advertisement -

Byssumenn ergja fólk með hávaða

„Athyglisvert er að hljóðmælingarnar fari fram á þeim tíma þegar skotveiðimenn sem æfa sig á þessu svæði eru farnir á gæsaveiðar og notkunin því lítil,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á síðasta fundi borgarráðs.

Meirihlutafulltrúarnir benda á á mælingar séu að fara af stað. „Það er mjög sorglegt hvað þessar mælingar hafa dregist – en fara átti í þær snemmsumars. Umkvartanir íbúa eru ekki nýjar af nálinni og ekkert átti að koma á óvart í þessu máli. Nú er boðað að hljóðmælingar og rannsókn á blýmengun fari fram í lok ágúst og byrjun september. Sá tími er nú upprunninn,“ bókaði Vigdís.

Hún hélt  áfram: „Hvergi í svarinu er minnst á mælingar á mengun í jarðvegi á landi, einungis á að mæla/rannsaka fjöruna. Það er gagnrýnt því staðreyndin er sú að þegar skotsvæðinu í Leirdal var lokað þurfti að fara í kostnaðarsamar aðgerðir við að hreinsa og flytja burt mengaðan jarðveg. Minnt er á að íbúar Kjalarness lögðu fram mótmælaskjal/bænaskjal í desember 2019 með ákalli um að finna skotsvæðinu annan stað sem væri fjarri byggð. Ítrekað er að samtal og samráð milli borgarinnar, íbúa og félaga í skotveiðiklúbbum eigi sér stað svo hægt sé að leysa málið í sátt allra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: