- Advertisement -

Byssuburður lögreglu er pólitískur

- fylgjendur byssuburðar lögreglunnar eru einkum kjósendur þriggja flokka.

Í skoðanakönnun Maskínu kemur skýrt fram að fylgjendur vopnaburðar lögreglunnar eru einkum kjósendur þriggja stjórnmálaflokka; Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðastir í afstöðu sinni til vopnaburðarins, en þrír af hverjum fjórum kjósendum flokksins eru hlynntir vopnaburðinum en tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins og Viðreisnar. Kjósendur Píratar eru neikvæðastir, en fjórtán prósent kjósenda þeirra eru hlynntur vopnaburðinum.

„Ríflega 47% Íslendinga eru hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi en rúmlega 34% eru því andvíg. Spurt var „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum á Íslandi?“,“ segir á vef Maskínu.

Annað sem er eftirtektarvert er að íbúar Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands og Vestfjarða eru hlynntari vopnaðri lögreglu en íbúar annars staðar á landinu, eða meira en sextíu prósent íbúa þessara landshluta á móti t.d. rösklega 37 prósent Reykvíkinga. Þá er tekjulægstu Íslendingarnir sömuleiðis hlynntari vopnaburði lögreglu en þeir sem hafa rri tekjur. Þeir sem hafa háskólamenntun eru mun andvígari vopnaburðinum en þeir sem hafa minni menntun.

„Einnig var spurt „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart lögreglunni?“ og „Myndir þú upplifa þig öruggari eða óöruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þú værir staddur/stödd á?“. Naumlega 88% eru jákvæð gagnvart lögreglunni og stærri hluti þeirra er hlynntur vopnaburði. Næstum helmingur svarenda myndi upplifa sig öruggari ef það væri vopnuð lögregla á fjöldasamkomu á Íslandi sem þeir væru staddir á og næstum 85% þeirra er hlynnt því að hafa vopnaða lögreglumenn sýnilega á fjöldasamkomum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: