- Advertisement -

BYLTING Í LANDELDI LAXA

Þá keppast norskir og íslenskir eldismenn, sem starfa her á landi, við að herja út eldisleyfi í sjó.

Árni Gunnarsson skrifar:


Hinn mikilvægi netvefur IntraFish hefur nú um nokkurt skeið haldið uppi hörðum áróðri fyrir landeldi á laxi. Þar var sagt að framundan væri bylting í landeldi, sem væri hinn nýi raunveruleiki í laxeldi. Í nýrri grein um laxeldi í sjó kemur m.a. fram, að lúsafár í sjóeldi kosti eldismenn 600 til 1.200 milljónir dollarar á ári. Í þessum tölum er tekinn saman kostnaður við aflúsun, sem hefur gengið mjög illa, svo og laxadauði vegna ágangs lúsarinnar, sem étur sig inn í hold laxanna og leggst einnig á laxaseiði.

Á sama tíma og erlend laxeldisfyrirtæki horfast í augu við þá staðreynd, að laxeldi í sjó er deyjandi atvinnugrein og flytja eldið á land, þá keppast norskir og íslenskir eldismenn, sem starfa her á landi, við að herja út eldisleyfi í sjó. Þeir hafa löngu gleymt loforðum sínum um, að náttúran fái að njóta vafans við uppbyggingu eldisfyrirtækja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: