Mynd: reykjavik.is

Fréttir

Byggt með valdsyfirbragði og hroka

By Ritstjórn

October 14, 2020

„Það er skoðun mín að ekki hefði átt að byggja höfuðstöðvarnar með þeim hætti sem gert var. Byggingarnar eru í hrópandi andstöðu við hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er þjónustufyrirtæki sem á að starfa af auðmýkt og þjónustugleði fyrir eigendur sína, sem eru almenningur. En þessar byggingar eru ekki í þeim anda. Yfir þeim er íburður, valdsyfirbragð og jafnvel vottur af hroka. Það er ekki sú mynd sem ég vil að fólk hafi af Orkuveitunni.“

Þetta segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í viðtali í viðskiptakálfi Moggans.