Vilhjálmur Birgisson, skrifar: „Það er þyngra en tárum taki að hlusta lukkuritara forréttindahópanna tala um að lágtekjufólk hafi hækkað mest í kaupmætti og dregið hafi úr ójöfnuði og misskiptingu. Það blasir við að allur þessi samanburður byggist á prósentuhagfræði en sú hagfræði stenst ekki nokkra skoðun enda fer lágtekjufólk ekki með prósentur og verslar í matinn né greiðir húsleigu með prósentum.
Það verður því að vera skýr krafa í komandi kjarasamningum að samið verði í krónum en ekki prósentum enda eru prósentur aflgjafi misskiptingar, óréttlætis og gerir ekkert annað en að auka ójöfnuð hér á landi.“