- Advertisement -

Byggjum bara fyrir ríka

Gunnar Smári Egilsson.

„Nei, sko, loksins verið að byggja yfir fólk í húsnæðiskreppu, fólkið sem hefur ekki notið neinnar kaupmáttaraukningar vegna hækkunar húsaleigu. – Nei, grín. Þarna er verið að byggja lúxusíbúðir, hótel og verslunarpláss. Það kemur seinna að ykkur sem hafið mátt þola verstu húsnæðiskreppu í sögu borgarinnar frá seinna stríði. Eða aldrei. Núverandi húsnæðisstefna er sú að byggja fyrir þá sem borga mest, ekki þá sem þurfa mest.

Fyrir láglaunafólk, fólk á lægri meðallaunum og fátæka lífeyrisþega er húsnæðiskerfið eins og heilbrigðiskerfi þar sem fólk borgar sig fram fyrir röðina. Þú heldur á miða á biðstofunni en röðin kemur aldrei að þér og skiptir engu hversu illa veik eða slösuð þú ert. Eða menntakerfi þar sem bara er hringt inn fyrir þá ríku.

Húsnæðiskerfið er grunnur allrar velferðarþjónustu, án öruggs og ódýrs húsnæðis fyrir alla er til einskis að berjast fyrir jöfnuði á öðrum sviðum. Í stað þess að berjast fyrir því að húsnæðiskerfið verði skilgreint sem hluti velferðarkerfisins (gjaldfrjálst húsnæði fyrir alla – er ekki svo galin krafa) hefur það svo til að fullu verið gefið verktökum, leigufyrirtækjum og öðrum bröskurum og viljinn til að verja mennta- og heilbrigðiskerfið fyrir bröskurunum hefur orðið veikari á undanförnum árum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kosningarnar í vor eiga að snúast um baráttu fjöldans gegn hinum fáu, baráttu fyrir að samfélagið verði mótað að væntingum og þörfum hinna mörgu en ekki hagsmunum hinna fáu. Við viljum endurheimta vald yfir hvernig húsnæðiskerfið er byggt upp, verja mennta- og heilbrigðiskerfið fyrir bröskurum og henda út úr fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar þeim sem leigja starfsfólk og hirða af því góðan hluta launa sinna.“

 

(Tekið af Facebooksíðu höfundar. Fyrirsögnin er Miðjunnar).


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: