- Advertisement -

Byggir á trúarsetningum nýfrjálshyggjunnar

Hvernig dettur þessu fólki í hug að bjóða almenningi upp á svona nokkuð?.

Gunnar Smári skrifar:

Alveg með ólíkindum hvað stjórnmálafólkið hefur látið binda sig á höndum og fótum með þessari fjármálaáætlun, láta eins og hún sé stjórnarskrá lýðveldisins. Fólk sem sinnir engu niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna, telur sig geta sagt þjóðinni að halda kjafti, telur sig nú algjörlega valdalaust frammi fyrir fjármálaáætlun. Og hvað er fjármálaáætlun? Hún er plagg sem samið er í fjármálaráðuneytinu til að tryggja feng hinna ríku eftir nýfrjálshyggjuárin, staðfesta skattaafsláttinn til þeirra í gegnum lágan tekjuskatt fyrirtækja, lágan fjármagnstekjuskatt, enga eignaskatta o.s.frv. Þetta plagg rennur í gegnum þingið nánast ólesið, þingmenn ráða ekki við langan texta sem virðist byggja á hagfræði, en byggir auðvitað fyrst og síðast á trúarsetningum nýfrjálshyggjunnar.

Katrín Jakobsdóttir ber meiri virðingu fyrir fjármálaáætlun en þjóðaratkvæðagreiðslum, meiri virðingu fyrir fjármálaáætlun en kröfum 120 þúsund launamanna (bráðum 50 þúsund til viðbótar) um mannsæmandi lífskjör. Samt má breyta fjármálaáætlun á morgun, jafnvel í nótt. En nei, okkur er boðið upp á: computer says no – nei, því miður, þið getið ekki fengið að lifa út mánuðinn, fjármálaáætlun segir nei. Hvernig dettur þessu fólki í hug að bjóða almenningi upp á svona nokkuð?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: