Greinar

Byggingar á sprungusvæðum – „Óðs manns æði“

By Miðjan

March 03, 2021

Haraldur Bjarnason skrifaði:

„Óðs manns æði að byggja á sprungusvæði,“ sagði Davíð Oddsson, þá borgarfulltrúi í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, í viðtali við Morgunblaðið árið 1981

Tilefni viðtalsins var tillaga um nýtt deiliskipulag í borgarstjórn þar sem m.a. var áformað að byggja á nefndu sprungusvæði í Norðlingaholti, Selási og við Rauðavatn (Hádegismóum). Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nú er vika síðan jarðskjálftahrina byrjaði hér á suðvesturhorninu og fram til þess hef ég, hér í Norðlingaholtinu, aðeins fundið fyrir einum skjálfta en það var sá stærsti fyrir viku síðan upp á 5,7. Sennilega er þetta hús á einhverjum góðum púða eða þá að Norðlingaholtið er ekki það vafasama svæði sem af var látið á sínum tíma. Veit að vísu ekki hvort skelfur hjá Davíð handan Rauðavatnsins í Hádegismóum.