- Advertisement -

Byggingabransinn er gegnumrotinn af heimsku og græðgi

Sem sést á afurðunum; fáránlegu offramboði af íbúðum sem enginn vill eða hefur ráð á.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Upphaf Gamma er aðeins upphafið að hruni byggingabransans, sem er gegnumrotinn af heimsku og græðgi. Sem sést á afurðunum; fáránlegu offramboði af íbúðum sem enginn vill eða hefur ráð á, á sama tíma og þúsundir fjölskyldna þjást enn í grimmri húsnæðiskreppunni. Hugmyndin að láta einkafyrirtækjum, sem rekin eru til að hámarka arð til eigenda sinna, stjórna húsnæðisuppbyggingunni í samfélaginu er gagalagú. Það má vera að einkafyrirtækjum sé treystandi til að reka ísbúð eða kaffihús, en þau eiga ekkert erindi inn í grunnkerfi samfélagsins, kerfi sem verða að þjónusta fjöldann en ekki aðeins hin fáu ríku og þau sem dreymir um að verða rík á kostnað fjöldans.

Krafa dagsins á að vera að lýsa grunnkerfi og innviði samfélagsins gróðalaus svæði; húsnæðiskerfið, skólakerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, lyfjaframleiðslu og -dreifingu, rafmagn, hita og vatn o.s.frv.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: