- Advertisement -

Byggðu og byggðu það sem enginn vildi


Það kemur þvermóðsku SA eða vanda WOW ekkert við.

Makalaus frétt rataði á forsíðu Moggans í dag. Þar segir af raunum fjárfesta. Þeir hafa tekið úr sölu svokallaðar „lúxusíbúðir“. Ástæðuna segja þeir vera vanda WOW og afstaða SA í kjaramálum, það er að hleypa öllu hér í bál og brand.

„Fjár­fest­ar hafa hægt á markaðssetn­ingu nýrra íbúða í miðborg Reykja­vík­ur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efna­hags­mál­um. Kjara­mál­in og erfið staða flug­fé­lag­anna vega þar þungt.“

Rökin í fréttinni ganga ekki upp. Látið er sem vandræðin vegna afstöðu SA nái bara til miðbæjarins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Á óviss­an þátt í að íbúðir á nokkr­um þétt­ing­ar­reit­um í miðborg­inni fara í sölu síðar en gert var ráð fyr­ir. Má þar nefna Austurhöfn og Hafn­ar­torg. Þá er upp­bygg­ing Vest­ur­bugt­ar við Slipp­inn ekki haf­in en tvö ár eru síðan borg­in und­ir­ritaði samn­ing um verkið.“

En svo segir: „Upp­bygg­ing íbúða og skrif­stofu­hús­næðis á Kirkju­sandi er hins veg­ar haf­in og er áformað að hefja sölu íbúða á reitn­um í vor eða sum­ar. Íslands­sjóðir byggja upp reit­inn.“

Er annað efnahagsástand á Kirkjusandi?

Fjár­mögn­un er sögð ótryggð. Víða selj­ast nýj­ar íbúðir hægt. Nokkuð er síðan ákveðið var að hægja á upp­bygg­ingu íbúða á svo­nefnd­um Blóma­vals­reit í Sigtúni. Fleiri reit­ir í jaðri miðborg­ar­inn­ar gætu farið í biðstöðu.

Annað er og kemur fram í fréttinni að bankar eru hættir að lána til bygginga húsa sem engin eftirspurn er eftir.

Það kemur þvermóðsku SA eða vanda WOW ekkert við.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: