Fréttir

Búum í sitthvorum raunveruleikanum

By Miðjan

November 28, 2018

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, endursegir hluta af þættinum Kveik frá því gærkvöldi. Það sem hann endurritar er kannski mergur málsins. Viðar skrifar:

Spyrill: Ég velti því fyrir mér, þetta er eins og að hlusta á hópa sem eru í sitthvorum raunveruleikanum.

Formaður Eflingar: Það getur vel verið að við búum í sitthvorum raunveruleikanum. Ég held að vinnuaflið búi nú samt í raunverulegasta raunveruleikanum. Fjármagnseigendur og efnahagslegir forréttindahópar búa í hliðarveruleika þar sem fjármagnstekjuskattur er mjög lágur, þar sem þú getur sent peninga í skattaskjól, þar sem eitthvað sem heitir ‘money heaven’ er til, þar sem afskrifuðu skuldirnar þínar gufa upp. Ekkert af þessu er sá efnahagslegi veruleiki sem vinnuaflið býr í. Svo, já, kannski búum við bara í sitthvorum raunveruleikanum.