- Advertisement -

Bútasaumur Katrínar forsætisráðherra

Guðmundur Andri Thorsson.

Guðmundur Andri Thorsson er meðal þeirra þingmanna sem fagna ekki frumvörpum Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni.

„Núgildandi stjórnarskrá er hins vegar langt frá því að vera stjórnarskrá fólksins. Hún kemur úr dönsku konungsveldi, hún er að uppistöðu frá 1874 og svo 1920. Svo hefur verið brugðist við og gerðar allra nauðsynlegustu endurbætur þegar ekki hefur verið lengur hjá því komist. Slík stjórnarskrá er ekki heildstæð og hefur ekki þá heildarhugsun sem stjórnarskrá sem samin er í lýðræðislegu ferli frá grunni hefur. Hér gæti meira að segja átt við hin ofnotaða samlíking við hinn vanmetna bútasaum. Bútasaumur er nefnilega mjög snjöll og góð aðferð við að nýta afganga af efni og hefur verið ranglega notaður í margþvælda líkingu en sú líking kann að eiga við hér,“ sagði Guðmundur Andri í ræðu sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: