Birgitta Jónsdóttir tjáir sig um siðanefnd Alþingis, af gefnu tilefni:
„Ég segi nú bara enn og aftur að það á að leggja niður þessa siðanefnd. Ef þingmenn gerast brotlegir við lög, þá á að kæra það til viðeigandi stofnana. Hagsmunaskráning á vef Alþingis er mjög til bóta en það er hrein og klár sturlun hvað þessi skrípaleikur er búinn að taka upp mikinn tíma. Birni Leví tókst að ná fram mjög mikilvægum upplýsingum um misnotkun á bílastyrkjakerfinu. Það þjónar samt engum tilgangi að hjakka í þessu kjaftæði með siðanefndina, nær væri að kanna hvort að tilefni sé að kæra viðkomandi gjörninga. Ef ekki, þá move on. Það er verulega steikt að ætla að búa til eitthvað siðgæðiseftirlit eins og þetta er að breytast í. Leggja þetta bara niður og berjast fyrir valdeflandi stöffi svo að almenningur geti brugðist hratt og vel við þegar siðferði þess er mismunað.“