- Advertisement -

Burt með vasapeningafyrirkomulagið

„Þegar einstaklingur flytur inn á dvalar- eða hjúkrunarheimili fellur réttur
viðkomandi til ellilífeyris niður. Viðkomandi getur átt rétt á ráðstöfunarfé,
eða vasapeningum eins og við köllum ráðstöfunarféð, sem á árinu 2019 er að hámarki 74.447 kr., ríflega 18.000 kr. á viku.“

Þetta sagði Inga Sæland sem leggur til, ásamt flokksbróður sínum, Guðmundi Inga Kristinssyni, að vasapeningafyrirkomulaginu verði hætt.

„Starfshópur um afnám vasapeningafyrirkomulagsins var skipaður í maí 2016 af þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, en hann hefur ekki enn skilað niðurstöðum sínum. Í svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 um afrakstur starfshópsins kom fram að vinna hópsins væri enn á undirbúningsstigi. Já, það tekur sannarlega tíma, virðulegi forseti, að taka utan um eldri borgarana okkar svo að þeir fái nú að lifa hér með reisn. Það skal skipa nokkra stýrihóp og enn fleiri nefndir til að sjálfsögð mannréttindi séu virt þegar kemur að eldri borgurum. Það er ekki eini hópurinn í samfélaginu að vísu, en það skal taka tímann sinn. Nú er árið 2020, virðulegi forseti. Það verður athyglinnar virði að sjá hvort það skipti einhverju máli þótt við gerum tilraunir til að kalla eftir því hvort það sé jákvætt eða neikvætt fyrir viðkomandi að fá akkúrat þetta. Ætli einhver velkist í vafa um að það að láta svipta sig svona sjálfstæði sínu og fjárræði eins og verið er að gera með þessu vasapeningafyrirkomulagi sé ítilsvirðandi? Það er ekki bara það, þetta er enn einn múrsteinninn í það að svipta aldraða reisn sinni. Það er mín skoðun,“ sagði Inga i langri ræðu sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: