Búnaður sem ógnaði heilsu Kópavogsbúa fluttur til Reykjavíkur
„Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyrirtækis, ekki íbúa.“ „Fyrirhugað mannvirki mun stórbæta þá almannaþjónustu sem útvarpssendingar eru og auk þess mun verða til fyrsti og eini útsýnisstaðurinn í borginni sem verður aðgengilegur öllum.“
Deilt er um nýtt fimmtíu metra hátt mastur sem verður, að óbreyttu, reist á Úlfarsfelli. Minnilhlutaflokkar finna því allt til forráttu meðan meirihlutinn er hæstánægður.
„Það er ekkert náttúrulegt við 50 metra hátt stálmastur sem hlaðið verður tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna ógnar við heilsu íbúa. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn, það er ósvífni,“ bóka‘i Vigdís Hauksdóttir á borgarráðsfundi í gær.
„Fyrirhugað mannvirki mun stórbæta þá almannaþjónustu sem útvarpssendingar eru og auk þess mun verða til fyrsti og eini útsýnisstaðurinn í borginni sem verður aðgengilegur öllum,“ bókuðu meirihlutaflokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn bókaði: „Úlfarsfellið er orðin ein helsta útivistarperla Reykvíkinga og fjöldi manns gengur á Úlfarsfell dag hvern. Þá er Ferðafélag Íslands með skipulagðar göngur á Úlfarsfell vikulega. Það er ljóst að með þéttingu byggðar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási þá verður ekki prýði, hvorki fyrir þá sem stunda útivist á Úlfarsfelli eða þá er búa á svæðinu, af 50 metra háu fjarskiptamastri á toppi Úlfarsfells. Sjónræn áhrif verða því alltaf mikil af mastrinu.“
„Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts og íbúa borgarinnar. Það má sjá á þeim óleyfisframkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í og standa nú á Úlfarsfelli. Nú eiga téðar óleyfisframkvæmdir að vera notaðar sem helstu rökin fyrir frekari framkvæmdum. Samkvæmt upplýsingum er helsti ávinningur af framkvæmdum tengdur fm útvarpssendum. Á sama tíma eru fm rásir á undanhaldi víðast hvar í Evrópu“ segir einnig í bókun Vigdísar.
Og hún bætti við: „Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyrirtækis, ekki íbúa.“
„Fyrirhugað mannvirki mun stórbæta þá almannaþjónustu sem útvarpssendingar eru og auk þess mun verða til fyrsti og eini útsýnisstaðurinn í borginni sem verður aðgengilegur öllum. Mastrið sem um ræðir er hátt og mikið mannvirki og mun sjást víða að, mikilvægt er að útlit og val á byggingarefnum taki tillit til þess. Lagt er til að haldinn verði opinn íbúa- og hagsmunaðilafundur á auglýsingatíma,“ segir í bókun meirihlutans.