Bullsýður á Framsókn
Dónaleg framkoma Bjarna Benediktssonar við Sigurð Inga Jóhannsson fer illa í marga félaga í Framsóknarflokknum. Bjarni niðurlægði Sigurð Inga þegar hann hafði verið með úrskurð umboðsmanns Alþingis í nokkra daga án þess að svo mikið að hringja í Sigurð Inga og segja honum hvernig komið væri.
Formaður Framsókn vissi ekkert fyrr en hann horfði á blaðamannafund Bjarna í beinni útsendingu. Alveg hreint ótrúleg framkoma. Innan Framsóknar er mikil undiralda. Bjarni á ekki upp á pallborðið þar.
Innan Sjálfstæðisflokksins er vilji til að Bjarni setjist í stól Katrínar og taki við forsætisráðuneytinu. Að honum verði sparkað upp á við. Það mun eðlilega ekki ganga eftir. Katrín er sögð ókátari með Bjarna en hún vill vera láta.
Eins ótrúlegt og það er hefur framganga Bjarna, þrátt fyrir óteljandi viðvaranir, leitt til þess að nú er í raun í gangi stjórnarmyndarviðræður. Ríkisstjórnin er í besta falli lifandi dauð. Getur ekkert vegna innbyrðisleiðinda. Sjaldan hefur verið þörf á alvöru ríkisstjórn og einmitt nú.
-sme