- Advertisement -

Bullræðið á sér engan endi

Atli Þór Fanndal:

Að fólk skuli nenna að hoppa yfir efnislega umræðu um álit umba og fara strax í umræðu um stólatafl. Er Ísland orðið í eigu vinahóps? Ráðherrar eru einnota.

Stjórnmál Þegar Bjarni færði sig úr fjármála í utanríkis þá gátu margir fréttamenn ekki falið aðdáunarslefið yfir því hvað hann væri klókur. Í dag spyr enginn Sjálfstæðismenn hvort ekki sé rétt í ljósi fordæmis Bjarna klóka að Svandís og Kata svissi bara. Kata fari í matvæla og Svandís verði forsætis. Hvar eru þeir sem slefuðu gjörsamlega yfir því hvað Bjarni væri gasalega klókur og sniðugur í dag?

Er nema furða að þingfundur sjalla endi án niðurstöðu og Villi Árna kalli eftir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantraust. Það sem manni er boðið upp á í umræðu á þessu landi.

Það er meira að segja búið að endurskilgreina það að segja af sér sem tölt um miðbæinn milli húsa. Bullræðið á sér engan endi. Svandís er örugg og það er því einu að kenna að ekkert er yfir strikið í þessu samstarfi afturhalds Íslands.

Stjórnarliðar geta hætt þessum leik…

Að fólk skuli nenna að hoppa yfir efnislega umræðu um álit umba og fara strax í umræðu um stólatafl. Er Ísland orðið í eigu vinahóps? Ráðherrar eru einnota.

Ef fólk vill vita hvort þeir eiga að segja af sér þá liggur svarið meðal annars í því hvort það kosti meira að halda þeim í djobbinu en að losa sig við þá. Ekki einn einasti ráðherra í þessari ríkisstjórn gæti staðist það álagspróf. Stjórnarliðar geta hætt þessum leik og losað sig við eða ekki losað sig við ráðherra og andskotast til að koma skikk á mál sem varða almenning.

Fjölmiðlar geta svo verið með almenningi í einhverju máli og fjallað stundum um mál eins og stjórnarflokkarnir fari með einhverja ábyrgð í rekstri þessa samfélags í stað þess að láta alltaf eins og þetta sé saumaklúbbur að rífast um hver fær að vera bíllinn frekar en hatturinn í Matador.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: