Fréttir

Búið að semja við Norðurál

By Miðjan

October 13, 2020

„Rétt í þessu skrifuðum við undir nýjan kjarasamning við Norðurál eftir afar langa og strangar samningaviðræður sem hafa staðið yfir í hartnær 10 mánuði,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

„Ég er afar sáttur með niðurstöðuna, en okkar helsta markmið tókst sem var að tryggja okkar fólki sömu launabreytingar og Lífskjarasamningurinn kvað á um.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2020 sem þýðir að vaktamenn munu eiga rétt á greiðslu vegna afturvirkninnar sem nemur um 6,9% af heildarlaunum frá 1. janúar 2020. Sú upphæð getur klárlega numið í sumum tilfellum um 500 þúsund krónum hjá vaktamönnum.

Heildarlaun vaktavinnumanns á byrjandataxta mun nema 686.000 á mánuði og er hann að hækka um 43.000 á mánuði. Heildarlaun vaktavinnumanns með öllu sem er á 10 ára launataxta mun nema eftir nýjan kjarasamning 825.000 þúsundum og er hann að hækka um 52.000 þúsund á mánuði.

Ég mun gera kjarasamningum ítarleg skil á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness á morgun.“