Fréttir

Búið að henda umdeildri tillögu

By Miðjan

August 08, 2014

Stjórnmál „Ég geri ekki ráð fyrir að þetta mál komi á dagskrá hjá nefndinni nema tillagan verði endurflutt í haust annaðhvort óbreytt eða í breyttri mynd,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis um umdeilda þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, um slit á viðræðum við Evrópusambandið, í febrúar sem leið, í viðtali við Fréttablaðið.

„Utanríkismálanefnd hefur ekki fjallað um slitatillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra frá því í vor,“ segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar.

Gunnar Bragi hefur sagt, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni, að hann sé reiðubúinn til að flytja tillöguna breytta, eða jafnvel nýja tillögu sama efnis.