- Advertisement -

Búið að gefa línuna, þó ekki borgarlínuna

Halldór Halldórsson, eða hver sem mun leiða framboð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum, hefur fengið ráð um hvernig bera eigi sig að. Eftir skoðanakönnun Viðskiptablaðsins blasir við erfið barátta hjá flokknum og hann á mjög langt í land til að komast þangað sem róar flokkfsfólk. Segja má að flokkurinn hafi ekki borið sitt barr, í borginni, eftir að Davíð Oddsson hætti og fór í landsmálin, árið 1991, fyrir 26 árum.

Það er einmitt Davíð sem leggur til hvernig eigi að berjast gegn núverandi meirihuta, sem samkvæmt könnuninni heldur sínu, og það er svo sem gamalt trix. Hann rekur veika stöðu Bjartrar framtíðar og minna fylgi Samfylkingar.

„Meirihlutinn er því alls ekki öruggur þó að tölur séu honum í vil nú. En til að fella hann þarf þó minnihluta sem býður upp á skýra stefnu, og það þarf að auki að vera önnur stefna en meirihlutinn fylgir. Þar til þetta gerist er meirihlutinn – óverðskuldað auðvitað – nokkuð öruggur í ráðhúsinu.“

Ekki fer á milli mála hver ráðleggingin er, að vera á móti öllum málum meirihlutans, og að af krafti og afli. Aðferð sem er velþekkt. Ekki er nokkur vafi að helsta málið í andstöðunni verður baráttan gegn borgarlínunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aumingja Halldór fer ekki vel af af stað. Það er nefnilega misjafnt hvernig stjórnmálaforingjar túlka niðurstöður skoðanakannanna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, fór áður ótroðna slóð í þeirri kúnst, þegar Viðskiptablaðið birti sína könnun, sem var ekki hagstæð flokki Halldórs.

Halldór telur einfaldlega að ekkert sé að marka könnunina þar sem kjósendur viti bara ekkert hvaða flokkar séu borgarstjórn, hið minnsta ekki hvaða flokkar skipa meirihlutann. Hann réttlætir þannig slæma stöðu með heisku kjósenda.

Framundan er mikil og spennandi kosningabarátta. Sjónarmið núverandi meirihluta og minnihuta eru svo ólík að gjáin getur ekki verið breiðari.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: