Fréttir

Bubbi var með rifna slagæð

By Miðjan

August 20, 2018

Bubbi Morthens er á batavegi eftir veikindi síðustu daga. Hann segir: „Á fimmtudagsmorgunn var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist. Ég endaði á að vera lagður inn á Landspítalann og þurfti að gangast undir aðgerð. Það kom í ljós að slagæð hafði rifnað.“

Bubbi er þakklátur: „Allt gekk vel þessa fjóra daga sem ég dvaldi á Landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag. Læknar og sérfræðingar í fremstu röð og tæknin er orðin ótrúleg. Aðgerðin á mer fólst í að ég var þræddur í gegnum æð í náranum uppí kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð.“

Og framundan: „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika.“