Bubbi var í lífshættu
Veikindin, sem komu í veg fyrir að Bubbi Morthens kæmi fram á Menningarnótt voru alvarleg. „Ég hef verið lagður inn á Landspítalann til meðhöndlunar,“ sagði hann í yfirlýsingu þegar ljóst var að hann kæmi ekki fram með hljómsveitinni Dimmu.
Bubbi glímir við veikindi í nefi. „Búinn drekka blóð i 4 daga mæli ekki með því,“ segir hann á Twitter.
Síðar segir hann á sama stað. „Get sagt það með sanni ég er heppinn vera á lífi.“
Upphaflega yfirlýsing Bubba var svona:
„Því miður verð ég ekki með Dimmu í Hljómskálagarðinum í kvöld á Menningarnótt eins og til stóð og ég hafði hlakkað svo til að njóta með ykkur. Ástæðan er sú að ég hef verið að glíma kvilla í nefi undanfarið sem ekki næst að koma í lag fyrir kvöldið – þvi miður. Ég hef verið lagður inn á Landspítalann til meðhöndlunar. Vinir mínir í Dimmu munu hins vegar koma fram í kvöld á tilsettum tíma með kennslustund í rokki. Óska öllum góðrar skemmtunar á menningarnótt í Reykjavík. Ég mun koma inn af krafti með Dimmu í haust þar sem við erum með tónleika á nokkrum völdum stöðum á landinu.“