„Engin rök eru fyrir einkavæðingu á póstþjónustu enda á hún að vera órjúfanlegur hluti af almannaþjónustunni að mati BSRB. Bandalagið mótmælir harðlega hugmyndum fjármála- og efnahagsráðherra um að einkavæða Íslandspóst ohf. í bréfi sem framkvæmdastjóri bandalagsins hefur sent ráðherra,“ segir á vefsíðu BSRB.
Bréfið er sent í kjölfar ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra um að fljótlega kunni að vera tímabært að einkavæða Íslandspóst ohf.