- Advertisement -

Brynjar vill fá bari í Alþingi?

„Líf þeirra virtist vera eitt samfellt harðlífi þar sem allt snerist um að stunda upphlaup og vera með almenn leiðindi.“

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson.
„Þar sem ég er alla jafna tilbúinn að leggja mikið á mig til að aðrir geti haft gaman í vinnunni færði ég ítrekað í tal á fundum forsætisnefndar þingsins hvort ekki væri rétt að léttvín og bjór væri á boðstólum í þinginu.“

„Þegar ég sat á þingi var fjöldinn allur af þingmönnum sem gat ekki með nokkru móti haft gaman í vinnunni en voru undantekningalaust reiðir og misboðið alla daga. Líf þeirra virtist vera eitt samfellt harðlífi þar sem allt snerist um að stunda upphlaup og vera með almenn leiðindi. Áhyggjur heimsins hvíldu þungt á þeim en þeir virtust á hinn bóginn lítinn áhuga hafa á vandamálum umbjóðenda sinna, íbúa þessa lands. Það er tæplega hægt að hafa gaman í vinnunni við þessar aðstæður,“ skrifar Brynjar Níelsson í Viðskiptablaðið.

„Þar sem ég er alla jafna tilbúinn að leggja mikið á mig til að aðrir geti haft gaman í vinnunni færði ég ítrekað í tal á fundum forsætisnefndar þingsins hvort ekki væri rétt að léttvín og bjór væri á boðstólum í þinginu. Þannig væri það í öllum betri þjóðþingum, nánast bara í hverju horni. Þar væri ekki töluð vitleysan, vinnubrögð betri og þingmenn öllu glaðlegri en við eigum að venjast. Þessir þingmenn leyfðu sér jafnvel að slá á létta strengi þegar við ætti. Ég taldi það líklegt til að bæta samstarfið í þinginu ef þingmönnum þætti gaman í vinnunni og kæmi jafnvel í veg fyrir störukeppni alla aðventuna og á hverju vori með þeim afleiðingum að þjóðþrifamál fengju ekki afgreiðslu.“

Brynjar nefndi þessa hugmynd þegar hann var í forsætisnefnd Alþingis.

„Þrátt fyrir sannfærandi rök mín voru undirtektir við tillögu mína afar takmarkaðar. Eins og það sé inngróið í þjóðarsálina að það sé af hinu illa að hafa gaman í vinnunni og að guðaveigum fylgi einhvers konar óreiða og rugl.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: