Stjórnmál

Brynjar stefnir á annað sætið

By Ritstjórn

May 08, 2021

„Ég vil segja ykkur það fyrst, kæru fésbókarvinir, að ég býð mig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stefni á að verða i framvarðarsveit flokksins í Reykjavík. Hugmyndir mínar og grundvallarafstaða til þess hvernig þjóðfélagið á að þróast fara mjög vel saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins Bjargföst er trú mín á einstaklinginn, dugnað hans, áræðni og sköpunarkraft. Við þurfum að skapa umhverfi til að atvinnulífið getið notið kraftsins sem býr í einstaklingnum og þannig skapað velferð sem allir njóti,“ skrifar Brynjar Níelsson.

„Sjálfstæðisflokkurinn á sóknarfæri í komandi kosningum. Við sjálfstæðismenn verðum að tala fyrir stefnunni sem byggist á okkar pólitísku sýn og forðast að festast í dægurumræðu og skyndilausnum. Tölum skýrt, komum hreint fram og sýnum kjark og þor.

Ég vil skora á ykkur öll og aðra sem vilja hafa áhrif á uppstillingu á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík að taka þátt í prófkjörinu. Einnig vil ég skora á sem flesta að bjóða sig fram. Margir öflugir frambjóðendur og góð þátttaka mun styrkja flokkinn fyrir komandi kosningar í haust.“