Fréttir

Brynjar, spegillinn er dómharður

By Miðjan

September 16, 2018

Björn Leví Gunnarsson gerir athugasemdir við skrif Brynjar Níelssonar, einkum þetta:

„Eins ágætt fólk og það er þá finnst mér oft eins og ég sé að tala við einhverja á röngum stað í tilverunni. Píratar eru ekki að tala um neina pólitík, þeir eru bara eins og hverjir aðrir teknókratar, vilja að fá að vita hvar óskráðu reglurnar eru skráðar og eru alltaf að reyna að koma höggi á einhvern. Menn eru alltaf að ráðast á aðra stjórnmálamenn og saka um spillingu.“

Svo skrifar Björn Leví: „Brynjar, klassísk íslensk pólitík snýst um að koma höggi á menn. Þess vegna erum við frekar teknókratar en pólitíkusar, af því að við stundum ekki stjórnmál sem snúast um röklaus pólitísk vindhögg eins og þessi orð sem ég vitna hér í þig eru dæmi um. Þér tekst að lýsa sjálfum þér merkilega vel. Spegillinn er dómharður.“