„Brynjar segir að þegar Jón kom með sitt fyrsta frumvarp um þessi mál hafi VG hreinlega farið af hjörunum, forsætisráðherra hafi sagt að ef þetta ætti að fara óbreytt í gegn yrði hún einfaldlega að pakka saman sínum pinklum á ráðherraskrifstofunni. Í framhaldinu hafi verið farið í að tína út atriðin og veikja málið mjög. Á endanum hefi eitthvað smávegis náðst fram í frumvarpinu en upphaflega frumvarpið orðið gerbreytt,“ þetta kemur fram í viðtali Ólafs Arnarsonar á Eyjunni við Brynjar Níelsson.