Stjórnmál

Brynjar segir Alþingi vera átakastað, skárra væri það nú

By Miðjan

February 19, 2021

„Auðvitað er löggjafarþingið átakastaður, skárra væri það nú. En við þurfum að kunna að takast á. Það er kannski vandinn hjá einhverjum,“ sagði Brynjar Níelsson í þingræðu.

„Ég sá það á einhverjum samfélagsmiðli eða í fjölmiðli í dag haft eftir einhverjum manni, sem ég kannast að vísu ekki við að hafi verið á þingi, að þingið sé einn samfelldur ofbeldisstaður, að hér sé bara andlegt ofbeldi. Ég held að hann hafi það eftir einhverjum þingmanni væntanlega því að ekki var þessi maður á þingi sjálfur. Þetta er ein umræða líka um hvað allt er ómögulegt. Vissulega getum við gert margt betur, ég neita því ekki, en þegar menn nálgast átökin á þingi sem einhvers konar ofbeldi, að hér sé allt ómögulegt o.s.frv., grafa þeir undan þessu ágæta þingi okkar.“