Fréttir

Brynjar sakar Pírata um popúlisma

By Ritstjórn

October 22, 2019

Brynjari Níelssyni er í nöp við Pírata. Hann skrifaði í dag:

„Þegar fylgi fer niður í skoðanakönnunum hjá Pírötum er strax farið í herferð með ásökunum um óheiðarleika, spillingu og siðleysi annarra. Þetta er alþekkt aðferð popúlískra flokka. Kom því ekki á óvart þegar breska stórblaðið Guardian flokkaði íslenska pírataflokkinn sem popúlistaflokk. Þar er auðvitað fremstur í flokki sá þingmaður Pírata sem hefur fengið áfellisdóm vegna brots á siðareglum Alþingis.

Einkennilegt er að Evrópuráðsþingið, sem er sérstaklega annt um siðlega háttsemi og hefur þvingað þjóðþingin til að setja siðareglur, skuli ekki sjá neitt athugavert við að þessi sami þingmaður skuli gegna formennsku í einni af mikilvægustu nefndum þings Evrópuráðsins. Ekki svo að það komi mér á óvart enda þarna rekin grímulaus pólitík þar sem þekking á mannréttindum og siðferðislegum málefnum er mjög takmörkuð, þótt engin skortur sé á sjálfskipuðum sérfræðingum í þeim efnum. En við höldum sjálfsagt áfram að trúa því að allt sem þaðan kemur sé heilagur sannleikur.“