Fréttir

Brynjar: Önum ekki út í aðra rannsókn

By Miðjan

March 30, 2017

Brynjar Níelsson, formaður sjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagði á Alþingi rétt í þessu að ekki verði „anað út í rannsókn“ á sölu ríkisins á Landsbanka og Búnaðarbankanum.

Brynjar sagði að ef kostað verði til frekari rannsókna þurfi að vera til þess verðugt tilefni. Það er að fram komi gögn sem hafa ekki legið fyrir nú þegar. Hann sagðist ekki vilja rannsókn þar sem ekki væri vitað hvert væri verið að fara.